Gríðarlegt tjón eftir eldsvoðann á Ásbrú – Myndir!

Unnið er hörðum höndum að hreinsunatstörfum eftir eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Ásbrú á dögunum. Alls komu á þriðja tug viðbragðsaðila að slökkvistarfi.
Í húsnæðinu eru bílapartasala, bílaverkstæði og Köfunarþjónusta Sigurðar, en þar varð gríðarlegt tjón enda mikið af sérhæfðum búnaði í húsnæðinu, þar á meðal fullbúin bifreið til starfseminnar.
Sigurður Stefánsson, Siggi kafari, sagðist í samtali við Vísi.is, skömmu eftir brunann, ekki gera sér grein fyrir tjóninu í fjárhæðum og að hann væri bara þannig gerður að uppgjöf væri ekki til. Nú liti hann svo á að hann, fjölskyldan og starfsfólk væru stödd fyrir framan vegg og næsta mál væri að ná í stiga og príla yfir.
Það er nokkuð ljóst að mikið verk er fyrir höndum í hreinsunatstörfum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.












