Fjölbreytni í fyrirrúmi í heilsuviku

Heilsuvika Suðurnesjabæjar er nú farin af stað og stendur yfir þessa viku. Markmið heilsuvikunnar er að hvetja íbúa til að efla eigin heilsu, líðan og vellíðan með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum.

Vonast er til að sem flestir íbúar taki virkan þátt í dagskránni og nýti tækifærið til að prófa eitthvað nýtt, njóta samveru og hreyfingar – og jafnframt kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram innan bæjarins.

Dagskrá hvers dags má nálgast í viðburðardagatalinu þar sem fram kemur yfirlit yfir viðburði vikunnar. Þar verður einnig haldið utan um uppfærslur ef bætist eitthvað nýtt við dagskrána.

Ungir sem aldnir eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt í heilsuvikunni.