Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Ásbrú

Eldur kom upp í um 900 fermetra iðnaðarhúsnæði við Klettatröð á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og búið er að ná tökum á eldinum sem var mikill í fyrstu.
Tilkynning barst rúmlega fjögur í ntt, en tvö fyrirtæki eru í húsinu, köfunarþjónusta og partasala. Vísir hefur eftir Brunavörnum Suðurnesja aðv öluverður eldur hafi verið í viðbyggingu á bakvið sem var búinn að læsa sig í þakið.

Slökkvistarf gekk ágætlega og tókst að halda eldinum í annarri álmu hússins en vernda hina. Húsið var mannlaust að sögn Slökkviliðs og eldurinn hefur líklegast kraumað í viðbygginguni frá því í gærkvöldi, þegar menn voru þar við vinnu.
Myndir: Jakob Gunnarsson