Auglýsa deiliskipulagstillögu við Stapaskóla á ný

Deiliskipulagstillaga fyrir Dalshhverfi í Innri-Njarðvík, nánar tiltekið á svæði við nýjan grunnskóla og nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, hefur verið endurskoðuð og er nú lögð fram að nýju í breyttri mynd. Tillagan sem áður var lögð fram fékk falleinkunn hjá íbúum í hverfinu og var mótmælt harðlega, vegna skerðingar á grænu svæði og mögulegrar uppbyggingar íþróttaaðstöðu við Stapaskóla.

Í nýrri tillögu ert er ráð fyrir 14 íbúðum í einnar hæðar sérbýlum á suðvesturhluta svæðisins. Þar verða 10 einbýlishús ásamt tveimur parhúsalóðum. Markmið breytingarinnar er að koma til móts við óskir um aukið sérbýli og halda samtímis í umhverfisleg gæði hverfisins með miðlægu opnu grænu svæði, segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá deiliskipulag í núverandi mynd og tillöguna sem auglýst er nú.