822 farþegar skemmtiferðaskipa komu í land

Farið var yfir framkvæmd móttöku þeirra skemmtiferðaskipa sem komu til Keflavíkurhafnar í sumar á fundi atvinnu- og hafnartáðs Reykjanesbæjar á fundi ráðsins, en alls komu fjögur skip og var heildarfarþegafjöldi sem með þeim kom 822 farþegar af 26 þjóðernum.

Ráðsfólk var ánægt með hvað vel hefur tekist til við móttöku þeirra skemmtiferðaskipa sem komu í sumar og vonar að þetta sé aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal. Þessi vegferð að markaðssetja Keflavíkurhöfn fyrir smærri skemmtiferðaskip hófst árið 2019 og er langhlaup sem vonandi skilar nýjum tækifærum til atvinnuuppbyggingar í móttöku ferðamanna í sveitarfélaginu til lengri tíma litið, segir í fundargerð.