Nýjast á Local Suðurnes

Skiptum lokið í 615 milljóna gjaldþroti fiskvinnslu

Gjaldþrotaskiptum á fyrirtækinu Marmeti ehf. í Sandgerði hefur verið lokið, en ríflega 274 milljónir greiddust upp í 461 milljóna veðkröfur, eða rétt um 68% þeirra.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins, en þar segir að almennar kröfur í félagið hafi hins vegar numið tæplega 614,5 milljónum króna, en félagið komst í fréttir þegar það gerði 600 milljóna fjárfestingarsamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir forystu Steingríms J. Sigfússonar árið 2013.