Nýjast á Local Suðurnes

Lobster-Hut vill að Suðurnesjamenn fái að kynnast besta skyndibitanum

Suðurnesjafyrirtækið Lobster-hut hefur óskað eftir lóð undir starfsemi sína í Reykjanesbæ, en fyrirtækið rekur vinsæla veitingavagna á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í miðbænum auk þess að bjóða uppá þjónustu á hinum ýmsu bæjarhátíðum meðal annars á Ljósanótt.

Vel var tekið í erindi fyrirtækisins á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og er unnið að því að finna fyrirtækinu staðsetningu undir starfsemina við Fitjar þar sem veitingafyriritæki hafa í auknum mæli sóst eftir aðstöðu, en Subway hefur meðal annars nýlega stækkað veitingastað sinn á svæðinu, auk þess sem Domino´s og Issi Fish&Chips opnuðu nýlega á Fitjum.

Lobster-hut hefur getið sér gott orð fyrir að bjóða uppá bragðgóðan og hollan skyndibita þar sem uppistaðan er humar í hæsta gæðaflokki, en fyrirtækið býður meðal annars upp á humarlokur, humarsúpu og humarsalat.