Vilja fleiri konur í pílukast – Kennsla og frábær félagsskapur

Pílufélag Reykjanesbæjar mun í vetur bjóða upp á nýliðakvöld fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Pílufélag Reykjanesbæjar státar af bestu píluspilurum landsins og munu þeir sjá um kennslu fyrir þær sem þess óska.

Auglýsing félagsins á Facebook í heild, en þar kemur fram hvað er í boði.

Ertu forvitin um pílukast en hefur aldrei þorað að prófa?
Ekki hika – komdu og hafðu gaman með okkur!

Allar konur velkomnar – hvort sem þú ert:

-algjör byrjandi,
-bílskúrsspílari,
-Hefur komið áður
-eða bara að leita að frábærum félagsskap.

Við lofum kennslu fyrir nýliða, frábærri samveru og lánspílum á staðnum ef þarf.
Í fyrstu heimsókn færðu kaldan drykk að eigin vali.

Keilisbraut 755
Byrjum miðvikudaginn 24. september og hittumst vikulega eftir það
Húsið opnar kl. 18:30
Spilun hefst kl. 19:30

Ekki hika — komdu og hafðu gaman með okkur.
Ef þú ert feimin máttu hiklaust heyra í Maríu í síma 849 5002 til að fá nánari upplýsingar

Við hlökkum til að sjá ykkur allar! 🙌
Stjórn PR