Vara við svikaskilaboðum – Eru ekki að gefa peninga

Verslunarkeðjan Nettó varar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum við svikaskilaboðum á facebook í nafni fyrirtækisins.

“Við viljum vekja athygli á svikaskilaboðum í nafni Nettó. Í þessum skilaboðum er verið að auglýsa leik og tilkynna fólki að það hafi unnið peningaupphæð. Fólk er beðið um að smella á hlekk til að nálgast verðlaunin. Þessar síður eða skilaboð eru ekki á okkar vegum.” Segir í stöðufærslu á Facebook.

Þá minnir fyrirtækið á mikilvægi þess að
smella aldrei á grunsamlega hlekki eða opna viðhengi sem berast í einkaskilaboðum. Þá á fólk ekki að gefa upp persónuupplýsingar eða greiðslukortaupplýsingar.