Úrslitastund – Hvað segir tölfræðin?

Keflavík og HK eigast við á Laugardalsvelli í dag í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni í knattspyrnu. Keflvíkingar hafa spilað vel undanfarið og lögðu Njarðvík að velli um sætið í úrslitaleiknum á meðan HK lagði Þrótt.

Undanfarin fjögur ár hafa þessi lið leikið sjö innbyrðis leiki, þar sem HK hefur haft betur í fimm leikjum, þar af báðum leikjunum í deildinni í ár, bæði skiptin 3-0. Á þessum tíma hafa liðin ekki skilið jöfn.

Á þessu tímabili hafa Keflvíkingar, sem komu inn í úrslitakeppnina í fimmta og síðasta sæti unnið ellefu leiki og tapað sjö á meðan HK, sem kom inn í úrslitakeppnina í fjórða sæti, vann 12 leiki og tapaði sex. Bæði lið gerðu fjögur jafntefli á tímabilinu.

Keflvíkingar voru aðeins öflugri á skotskónum, en liðið skoraði að meðaltali 2,41 mark í leik á móti 2,09 mörkum HK. Keflavík fékk hinsvegar aðeins fleiri mörk á sig eða 1,77 á meðan HK var að fá 1,32 mörk á sig. Keflvíkingar héldu fjórum sinnum hreinum en HK sjö sinnum.

Veðbankar virðast þó vera Keflavíkur megin í lífinu því flestir eru þeir á sömu línu, en stuðull á Keflavíkursigur er 2,0 á meðan stuðull á HK er 2,7.