Nýjast á Local Suðurnes

Tokyo Sushi flytur og verður Litla Tokyo

Tokyo Sushi, sem staðsettur var í Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport Hotel hefur flutt og um leið breytt um nafn, Litla Tokyo. Ný staðsetning er í nýrri og glæsilegri verslun Krónunnar við Fitjabraut í Njarðvík.

Á samfélagsmiðlum veitingastaðarins segir að boðið verði upp á ferskt sushi og sashimi, heita sérrétti frá Tokyo Sushi auk annarra fjölbreyttra og ljúffengra rétta á nýja staðnum.

“Við hlökkum til að halda áfram að þjónusta ykkur á þægilegri staðsetningu og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Litla Tokyo – Krónunni Fitjabraut.” Segir í tilkynningunni.