Tjaldsvæðið í Grindavík opið á ný

Tjaldsvæðið í Grindavík opnar fyrir gesti á morgun, föstudaginn 23. maí. Svæðið hefur verið skoðað af sérfræðingum og metið öruggt.
Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að 42 stæði séu í boði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna, þjónustuhús með eldunaraðstöðu, sturtum og þvottahúsi auk tveggja leiksvæða fyrir börn. Þá kemur fram að uaðstaða til seyrulosunar sé fullkomin.