Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega milljón röltu í gegnum KEF

Alls fóru 992.555 gestir um flugvöllinn, sem er svipaður fjöldi og í júlí mánuði árið á undan eða -3,5% færri gestir.

Alls flugu 29 flugfélög frá KEF í júlí. Vinsælustu áfangastaðir ferðalanga voru Kaupmannahöfn, New York, London, París og Ósló. Á sama tíma hefur framboð áfangastaða aukist gífurlega miðað við það sem áður var og flogið var til 81 áfangastaða í júlí mánuði en 79 áfangastaða í júlí árið á undan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, en þar segir að mest hafi verið að gera þann 27. júlí þegar yfir 36 þúsund gestir fóru um völlinn.