Nóg um að vera á Hrekkjavöku

Það verður nóg um að vera fyrir fjölskyldur og börn á öllum aldri á vegum Reykjanesbæjar á hrekkjavökunni en íbúar eru einnig hvattir til að kynna sér hverfasíður bæjarins þar sem má finna frekari áætlanir í hverfunum og hrekkjavökukort.
Hér að neðan má sjá helstu viðburði í bænum:
Fimmtudagur 30. október
Hrekkjavöku luktagerð klukkan15:30
Stapasafn – Dalsbraut 11
Fjölskyldum er boðið að koma og búa til sína eigin luktir fyrir hrekkjavökuna.
Þátttakendur þurfa að koma með sínar eigin krukkur til skreytinga en annað efni verður á staðnum.
Föstudagur 31. október – Hrekkjavakan
Risa draugahús í Fjörheimum
Klukkan 17:00–22:00
Fjörheimar – í samstarfi við nemendaráð Myllubakkaskóla og grunnskóla Reykjanesbæjar
Stærsta og ógeðslegasta draugahús sem sést hefur í Reykjanesbæ rúllar aftur fram á sjónarsviðið! Ekki missa af þessari hryllilega skemmtilegu upplifun.
Gengið í hús – “Grikk eða gott”
Skoðið hverfasíður bæjarins fyrir fleiri upplýsingar.
Orgel og draugahús í Keflavíkurkirkju
Klukkan 18:00–20:00
Keflavíkurkirkja
Börnum er boðið í grikk eða gott í kirkjuna á sjálfri hrekkjavökunni.
Organisti spilar drungalega orgeltónlist og óvæntar persónur úr draugasögum Íslands geta orðið á vegi gesta.
Spennan og undrunin ráða ríkjum – komið ef þið þorið.
Laugardagur 1. nóvember
Opin listsmiðja í grímugerð
Klukkan 13:00–14:00
Listasafn Reykjanesbæjar
Gestir geta búið til sínar eigin hrekkjavökugrímur undir leiðsögn Freyju Eilífar. Öll efni á staðnum.
Halloween partý í Fimleikaakademíunni
Fimleikaakademían
0–2 ára kl. 14:30–16:00 (litli salur) – í fylgd fullorðinna
3–5 ára kl. 14:30–16:00 (stóri salur) – í fylgd fullorðinna
6–12 ára kl. 16:30–18:00
Aðgangseyrir: 1.000 kr. Fjáröflun rennur í æfingaferð keppnishópa næsta sumar.
Mánudagur 3. nóvember
Hrekkjavökutónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Klukkan 17:30
Berg, Hljómahöll
Skemmtilegir tónleikar þar sem strengjasveitir, píanóleikarar, flautuleikarar og fleiri nemendur tónlistarskólans stíga á svið í hrekkjavökustemningu.




















