Nýjast á Local Suðurnes

Loka þurfti útisvæði Vatnaveraldar vegna nornahára

Loka þurfti úti­svæði Vatnaveraldar um tíma í dag vegna nornahára sem bárust í laugina frá gosstöðvunum. Laugin var hreinsuð með þartil gerðum ryksuguróbótum.

Norna­hár hafa áður borist í sund­laug­ina í fyrri eld­gos­um en Haf­steinn Ingi­bergs­son, for­stöðumaður íþrótta­mann­virkja Reykja­nes­bæj­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að magnið nú sé tölu­vert meira en í fyrri gos­um.