Loka þurfti útisvæði Vatnaveraldar vegna nornahára

Loka þurfti útisvæði Vatnaveraldar um tíma í dag vegna nornahára sem bárust í laugina frá gosstöðvunum. Laugin var hreinsuð með þartil gerðum ryksuguróbótum.
Nornahár hafa áður borist í sundlaugina í fyrri eldgosum en Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar, segir í samtali við mbl.is að magnið nú sé töluvert meira en í fyrri gosum.