Lærðu á veðrið

Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar fékk í vikunni fræðslu frá Veðurstofu Íslands um veðurspár, viðvaranir, hættumat og loftlagsþjónustu. Haukur samskiptastjóri og Kristín fagstjóri veðurþjónustu kynntu meðal annars nýja vefsíðu, gottvedur.is, og gagnlegar spásíður sem nýtast við viðbragð vegna veðurs, svo sem snjómokstur og hálkuvarnir.
Fræðslan er hluti af samstarfsverkefni þar sem Veðurstofan mótar fræðsluefni fyrir stórnotendur, meðal annars sveitarfélög landsins.