Isavia sektað vegna villandi upplýsinga

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi brotið gegn lögum um góða viðskipthætti sem og reglum um verðmerkingar með því að veita neytendum ekki fullnægjandi upplýsingar um öll gjöld tengd gjaldskyldum svæðum félagsins. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssekt og nam sektarfjárhæðin 500.000 krónum.
Það var álit stofnunarinnar að með hliðsjón af staðsetningu myndavéla, skorti á upplýsingum um að þjónustugjald leggist á eftir 5 mínútna viðveru og að teknu tilliti til þess þrönga tímaramma sem neytendum er gefinn til afferminga, sé tilhögun gjaldtöku í brottfararrennu Isavia viðskiptahættir sem séu óréttmætir gagnvart neytendum. Þá komst stofnunin einnig að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi viðhaft villandi viðskiptahætti með því að láta líta út fyrir að sjálfvirkt greiðslukerfi/gjaldtaka væri til staðar án þess að tekið væri fram að virkja þurfi það sérstaklega.
Ákvörðun stofnunarinnar má sjá í held sinni hér.