Nýjast á Local Suðurnes

Hannes kallaður út á hæsta forgangi

Á fjórða tímanum í nótt var Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kallað út á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafi dottið úr ferilvöktun hjá vaktstöð siglinga á Reykjaneshrygg, um 40 sjómílur suðvestur af Reykjanestá.

Um það leyti sem Hannes var að leggja úr höfn fannst báturinn en bilun hafi komið upp í rafkerfi bátsinns.

Var áhöfnin á Hannesi beðin um að halda í átt að bátnum til þess að fylgja honum í land.

Mynd: Björgunarsveitin Sigurvon