Bæta aðgengi gangandi og hjólandi við nýja verslunarmiðstöð

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar telur mikilvægt að tryggja örugga leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu við nýja verslunarmiðstöð við Fitjabakka.
Á fundi ráðsins kom fram að drög að legu göngu- og hjólastígs liggja fyrir og var deildarstjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.