1899 bauð best í flestar lóðir

Reykjanesbær óskaði á dögunum eftir tilboðum í byggingarrétt lóðanna Álfadalur 1-7 og 18-24, Trölladal 12-14 og Dvergadal 2-10. Átta tilboð bárust í byggingarrétt umræddra lóða, hæsta tilboð ræður úthlutun, segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Álfadalur 1-7, tilboð 1899 ehf. er samþykkt.
Álfadalur 18-24, tilboð 1899 ehf. er samþykkt.
Dvergadalur 2-10, tilboð 1899 ehf. er samþykkt.
Trölladalur 12-14, tilboð Höldu ehf. er samþykkt.