Nýjast á Local Suðurnes

Leiklistarnámskeiðið Leiktu með sló í gegn í sumar – Verður áfram í vetur

Leiklistarnámskeiðið Leiktu með, sem sló í gegn í sumar, verður áfram á dagskrá fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ í vetur. Kennsla hefst 12. september og fer fram á þriðjudögum í 88 Húsinu. Námskeiðið gekk vonum framar í sumar og var mikil ánægja með námskeiðið, bæði hjá þátttakendum og foreldrum og vegna fjölda áskorana verða námskeiðin áfram á dagskrá í vetur.

Námskeiðið stendur yfir í 12. vikur, tveir klukkutímar í senn og eru nemendur fyrri klukkutímann með leiklistarkennara þar sem farið er í hópefli, ýmsa leiklistar leiki og æfingar. Seinni tíminn er með leikstjóra þar sem unnið er að sýningu sem börnin semja og sýna í lok námskeiðs.

Æfingatímar:
Börn fædd 2008 og 2009 kl 16:00 – 18:00
Börn fædd 2006 og 2007 kl 17:00 – 19:00
Börn fædd 2004 0g 2005 kl 18:00 – 20:00
Börn fædd 2002 og 2003 kl 19:00 – 21:00

Verði fyrir námskeiðið er stillt í hóf, og kostar 12 vikna námskeiðið aðeins 44.800 krónur og mögulegt er að fá styrk frá Reykjanesbæ í gegnum hvatagreiðslur, auk þess sem veittur er 15% systkynaafsláttur. Þá er hægt að dreifa greiðslum eftir samkomulagi.

Skráning á næmskeiðið fer fram hér.