Mikill eldmatur í húsi sem brann á Ásbrú

Mjög mikill eldmatur var í húsi sem eyðilagðist í eldsvoða á Ásbrú í morgun, en í húsinu og á lóð þess var mikið af verkfærum og bílavarahlutum. Þá gerði hvassviðri slökkviliði erfitt fyrir.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en suðurnes.net greindi fyrst frá eldsvoðanum í morgun. Á vef RÚV kemur einnig fram að stórvirka vinnuvél hafi þurft til að rjúfa þak byggingarinnar. Unnið er að hreinsunatstörfum á vettvangi.