Nýjast á Local Suðurnes

Líkur á gosi aukast

Landris og kviku­söfn­un und­ir Svartsengi held­ur áfram og hald­ist sá hraði kviku­söfn­un­ar stöðugur fara lík­ur á nýj­um at­b­urði að aukast í seinni hluta sept­em­ber.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, en þar segir enn frem­ur að hið nýja hættumat gildi til 16. sept­em­ber og að áfram sé tal­in nokk­ur hætta á og við nýju hraun­breiðuna.

Þá kem­ur fram að mik­il­vægt sé þó að hafa í huga að það magn kviku sem hlaupið hef­ur úr Svar­sengi í eld­gos­un­um á Sund­hnúks­gígaröðinni frá því í mars 2024 sé nokkuð breyti­legt, eða frá 12 millj­ón rúm­metr­um upp í 31 millj­ón rúm­metra. Það sé því óvar­legt að gera ráð fyr­ir því að næsti at­b­urður hagi sér eins og sá síðasti.

Gera þarf ráð fyr­ir því að síðasti at­b­urður gæti hafa verið óvenju­leg­ur í þess­ari röð eld­gosa sem hafa orðið á Sund­hnúks­gígaröðinni hvað varðar það magn kviku sem þurfti að safn­ast sam­an und­ir Svartsengi til að koma af stað eld­gosi. Reynsl­an af síðustu at­b­urðum hef­ur einnig sýnt að hraði söfn­un­ar­inn­ar þarf ekki að breyt­ast mikið svo að tíma­setn­ing á næsta mögu­lega eld­gosi breyt­ist um nokkr­ar vik­ur. Óviss­an í tíma­setn­ingu á næsta at­b­urði er því tölu­verð og nú­ver­andi kviku­söfn­un­ar­tíma­bil get­ur dreg­ist á lang­inn, segir í tilkynningunni.