Nýjast á Local Suðurnes

Kennsla með hefðbundnum hætti í Akurskóla

Allir nemendur Akurskóla auk starfsmanna hafa lokið sóttkví og farið í sýnatöku eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum þann 12. október síðastliðinn. Skólastarf verður því með hefðbundnum hætti hjá öllum árgöngum samkvæmt stundaskrá á morgun, miðvikudaginn 21. október, eftir vetrarfrí. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans, þar segir einnig að heildarfjöldi smitaðra nemenda og starfsmanna sé nú 15 einstaklingar. Margir hafa þó þegar náð sér að fullu og bíða eftir að hæfilegur tími líði svo þeir geti mætt í skólann. Hinum sem enn glíma við veikindi eru sendar batakveðjur frá starfsfólki í tilkynningunni.

Allir er sem fyrr beðnir um að halda áfram að fara varlega, huga að eigin sóttvörnum og halda 2 metra bili á milli fullorðinna.