Keflvíkingar klárir – Partý og ókeypis rútuferðir í Laugardalinn

Miðasala er hafin á leik Keflavíkur og HK, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer upp í Bestu-deildina.
Boðið verður upp á ókeypis rútuferðir frá Sunnubraut. Fyrstir koma fyrstir fá og er mikilvægt að skrá sig, en boðið verður upp á rútu fyrir 18 ára og eldri og svo fyrir þá sem yngri eru.
Þá bjóða Keflvíkingar til veislu í kvöld, föstudagskvöld, svokallað BLUE Keflavíkurkvöld þar sem karfan og fótboltinn sameinast um kvöldið kl. 20:30-22:30. Dagskráin er eftirfarandi:
Leikmannakynning karla og kvennaliða í körfunni fyrir veturinn
Stemmingskvöld fyrir úrslitaleikinn um sæti í Bestu deildinni.
Fríir kaldir drykkir í boði
Sala á ýmsum varning, eldri ( match worn) búningar, nýjir búningar, treflar, húfur og fleira
Dagskráin fyrir laugardaginn er svohljóðandi:
Rútur leggja af stað á Laugardalsvöll kl. 13:00 frá Sunnubraut
Upphitun stuðningsmanna fyrir leik hefst í Þróttaraheimilinu kl. 14:00 Fjölskyldustemming – boðið uppá andlitsmálningu, blöðrur og fleira.
Drykkir, borgarar og varningur til sölu
Hvetjum alla til að vera Keflavíkurmerktir á Laugardalnum
Skráning í rútuferðir og tengil á miðasölu má finna hér.