Högg orsakar heitavatnsleysi á Suðurnesjum

Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og í Vogunum og rafmagnslaust í Grindavík.
Á Facebook-síðu HS-Veitna, kemur fram að högg hafi komið á flutningskerfi Landsnets með þeim afleiðingum að dælustöð HS Veitna á Suðurnesjum sló út.
Þá kemur fram að verið sé að vinna í að koma dælustöðinni í gang aftur.



















