Garðpartý Garðars í garði í Garði

Hjónakornin Gæi og Anna bjóða upp á sannkallaða tónlistarveisu í garðinum við heimili sitt í Garði, næstkomandi laugardag, 30. ágúst, í tilefni Vitadaga í Suðurnesjabæ.
Gæi, sem nýtur nokkura vinsælda á samfélagsmiðlum, hefur verið duglegur við að auglýsa veisluna á þeim vettvangi hvar ekki hefur farið framhjá neinum sem hlusta vill að kaldar veigar verði á boðstólnum á meðan birgðir endast.
Veislan frá hefst klukkan 18:00 og mun Gísli Ægir, oft kallaður Vegamótaprinsinn taka nokkra slagara.