Nýjast á Local Suðurnes

Einungis fjórar umsóknir bárust í leiguíbúðir í eigu Grindavíkurbæjar

Einungis fjórar íbúðir í eigu Grindavíkurbæjar af sjö sem auglýstar voru til leigu í byrjun júlí munu fara í útleigu.

Umsækjendur þurftu að uppfylla ýmis skilyrði og nokkur atriði voru höfð til hliðsjónar við yfirferð umsókna, líkt og gengur og gerist með félagslegt húsnæði, meðal annars hvort umsækjandi hafi átt lögheimili í Grindavík 10. nóvember 2023,
hvort umsækjandi falli undir tekju- og eignamörk og hvort umsækjandi hafi átt húsnæði í Grindavík sem nú er óíbúðarhæft vegna jarðhræringa.

Fjórar umsóknir bárust, sem fyrr segir, og fengu allir umsækjendur úthlutað íbúð.