Bjóða út rekstur eldhúss

Breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri eldhúss Hrafnistu í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum.

Málið var kynnt á fundi Öldrunarráðs Reykjanesbæjar í gær en þar kom fram að Hrafnista hefur ákveðið að draga sig út úr rekstri eldhússins og verður reksturinn boðinn út.

Á fundinum kom einnig fram að áfram verði framleiddur matur fyrir þjónustumiðstöðina og heimsendingar í eldhúsinu.