Bjóða í áhugaverðan göngutúr í góðu veðri

Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir sögugöngu um Ásana og Njarðvíkurskóga, í kvöld, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20. Gangan hefst við Ytri-Njarðvíkurkirkju og áætlaður göngutími er 60-90 mínútur. Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.
Genginn verður göngustígur upp undir Ásana, sagt verður frá örnefnum, skógrækt og lesnar þjóðsögur sem tengjast svæðinu. Gangan er við allra hæfi en nauðsynlegt er að klæða sig vel.
Þátttaka er ókeypis.