Nýjast á Local Suðurnes

Verðlækkanir verslana Samkaupa vega upp á móti hækkunum

Slaknandi verðaðhald hjá Nettó og Kjörbúðinni, sem hafa haldið aftur af verðhækkunum frá miðju síðasta ári en hafa gefið eftir frá áramótum, er einn af tveimur áhrifaþáttum hækkandi verðlags á matvöru á landinu undanfarið. Verðlag á matvöru hækkaði um meira en hálft prósent í síðasta mánuði, sem er meðalhækkun á matvöru undanfarið ár og jafngildir 6% ársverðhækkun. 

Þetta er mat þeirra sem rýna í mælingar Verðlagseftirlits ASÍ sem birt var á dögunum, en í tilkynningu kemur fram að verðlækkun á síðasta ári hjá Nettó og Kjörbúðinni vegi á móti miklum hækkunum í byrjun þessa árs og er árshækkun hjá þessum tveimur keðjum því í lægri kantinum.

Hluta af hækkunum dagvöruvísitölunnar síðustu mánuði má rekja til verðbreytinga Kjörbúðarinnar. Í júlí 2024 var hluti af vörum Kjörbúðarinnar merktur með grænum punkti og lækkaður í verði, að meðaltali um 9%. Vörurnar áttu samkvæmt Kjörbúðinni að vera „á sambærilegu verði og í lágvöruverslun“. Undanfarna mánuði hefur verð á vörum sem voru merktar með græna punktinum farið hækkandi að nýju. Stærsta stökkið var upp um 11% í mars.

Í apríl hækkaði verð  á öllum vörum í Kjörbúðinni að meðaltali um 1,6%, segir í tilkynningu ASÍ.

Þá kemur fram að í tilkynningunni að önnur keðja í eigu Samkaupa, Iceland, sé sú verslun sem hækkar mest á milli ára, þar sem verðlag hækkaði um nær 11% milli janúar og apríl. Iceland er þó veigamikll þáttur í dagvöruvísitölunni, segir einnig.

Myndir: ASÍ