Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesin borga fyrir aðra landshluta – Þetta gæti kostað að aka um vegi landsins!

Mynd: Skjáskot You-tube / Ívar Gunnarsson

Ráðgjafafyrirtækið Intellecon ehf. skoðaði tekjuþörf fyrir flýtiverkefni í vegakerfinu og skilaði útreikningum um kostnað vegfarenda ef sett yrðu veggjöld á umrædda vegi. Samkvæmt útreikningunum yrðu lægstu mögulegu veggjöld á kaflann frá Flugvallarvegi að Flugstöð Leifs Eiríkssonar 50 kr. á ferð. Þó er gert ráð fyrir að sama gjald yrði notað á öllum vegum eða 100 kr. á ferð.

Ýmsir fyrirvarar eru settir við útreikningana og hafa þarf í huga að kostnaðarmat framkvæmda er með virðisaukaskatti en ekki er tekið tillit til áhrifa af virðisaukaskatti á framkvæmdirnar annars vegar og veggjald hins vegar. Ætla verður að félag sem annast framkvæmdir falli undir almenn lög um virðisaukaskatt og að hlutafélag sem annist framkvæmdir verði í virðisaukaskattskyldum rekstri.

Í útreikningum Intellecon er metið hverjar tekjur af ólíkum verkefnum þurfa að vera til að standa undir tiltekinni framkvæmd. Forsendur um framkvæmdakostnað, áætlaða umferð, framkvæmdatíma og vöxt umferðar byggjast á upplýsingum frá Vegagerðinni. Forsendur um vaxtakjör eru byggðar á upplýsingum um fjármögnunarkostnað við sambærileg verkefni í Noregi.

• Ýmsar forsendur útreikninga:

o Verðlag í nóvember 2018

o Fjármögnunarkostnaður 4,0% raunávöxtun á ári (sambærilegt og í Noregi)

o Framkvæmdatími oftast 4 ár, en 3 ár fyrir 3 verkefni

o Niðurstöður sýndar ef innheimt er í 20 ár

o Útreikningar byggjast á að gjaldtaka hefjist 4 árum eftir að framkvæmdir hefjast

o Niðurstöður sýndar miðað við miðspá umferðar. Reiknað með að árleg aukning umferðar sé á bilinu 1,58%

o Miðað við að tekjur dugi fyrir framkvæmda- og fjármagnskostnaði

o Ekki tekið tillit til hlutfalls innheimtukostnaðar af tekjum

o Í útreikningunum er ekki tekið tillit til kostnaðar við viðhald, rekstur og þjónustu

o Gert er ráð fyrir að árlegar tekjur séu ávallt þær sömu miðað við núverandi verðlag

Miðað við ofangreindar forsendur þurfa veggjöldin fyrir einstakar framkvæmdir að vera eftirfarandi:

Ef sama veggjald, sem væri í beinum tengslum við kostnað af framkvæmdunum, væri tekið á öllum stöðum yrði það að vera um 100 kr. að jafnaði.