Opinn fundur með forsætisráðherra í Reykjanesbæ í kvöld

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, mun mæta á opinn fund í Reykjanesbæ í kvöld.

Fundurinn er á vegum Samfylkingarinnar og verður haldinn í Hljómahöllinni klukkan 20:00. Á fundinum verða einnig Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi.

Hvað brennur á þér? Hvernig gerum við Ísland betra? Hvað er framundan hjá ríkisstjórninni? Er á meðal þess sem verður svarað, segir í auglýsingu. Kaffi og kruðerí á boðstólnum.