Nýtt leiksvæði vígt við leikskólann Drekadal

Nýtt leiksvæði við leikskólann Drekadal var vígt þriðjudaginn 6. maí á BAUN, þegar leikskólabörnin sem nú dvelja í tímabundinni aðstöðu í Keili komu saman og klipptu borða sem þau höfðu sjálf föndrað. Leiksvæðið er liður í uppbyggingu á leikskólanum Drekadal, nýjum sex deilda leikskóla í Dalshverfi í Innri Njarðvík, sem stefnt er að opni í ágúst 2025.
Nafn leikskólans, Drekadalur, vísar í ævintýraheim sem ýtir undir sköpunargleði og ímyndunarafl barnanna, og markmið verkefnisins er að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir börn og starfsfólk til framtíðar, segir í tilkynningu. Leiksvæðið sjálft er fjölbreytt og skemmtilegt, hannað með ímyndunarafl barnanna í huga og þar er stór og litríkur dreki sem vísar í nafnið Drekadalur.
Mynd: Reykjanesbær