Lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvar

Frá og með þriðjudeginum 23. september verður opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar i lengdur.
Nýr opnunartími er eftirfarandi:
GYM heilsa 06:00 – 21:00
Sundlaug 06:15 – 21:00
(*Gestir hafa 15 mínútur eftir auglýstan lokunartíma til yfirgefa íþróttamiðstöðina).
Til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir plássi í stundatöflu íþróttasalarins hefur verið ákveðið að leigja út tímann frá 20:30 -21:30 (þá er ekki möguleiki á því að nota sturtur eftir að tíma lýkur).
Íbúar og aðrir eru hvattir til að fylgja facebooksíðu íþróttamiðstöðvarinnar sem er mjög lifandi og eru reglulega settar inn upplýsingar um starfsemina ásamt öðrum fróðleik.