Hvessir hressilega – Gul viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvarnir, meðal annars fyrir Suðurland og Faxaflóa á morgun, miðvikudag, vegna vestan storms eða hvassviðris.

Viðvarirnar taka gildi eftir hádegi á morgun og verða í gildi fram eftir kvöldi. Spáð er vindi á bilinu 15-23 m/s.