Gamla búð til leigu – Ný starfsemi skapi líf og gleði

Reykjanesbær leitar að áhugasömum aðilum til að taka á leigu Gömlu búð sem staðsett er á Duusgötu 5, 230 Reykjanesbæ.

Gamla búð er friðað og fallegt hús í hjarta bæjarins sem hefur lengi verið hluti af menningararfi Reykjanesbæjar. Við viljum sjá húsið blómstra með nýrri starfsemi sem skapar líf, gleði og gildi fyrir samfélagið, segir í auglýsingu.

Sérstaklega er horft til hugmynda eins og reksturs veitinga- eða kaffihúss, menningarstarfsemi eða listviðburða og verkefna sem efla samfélagið og styrkja bæjarlífið.

Umsóknir og fyrirspurnir sendist til ghs@rnb.is fyrir 1. nóvember 2025