Gamla búð fari í útleigu

Stjórn Eignasjóðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að Gamla búð verði auglýst til leigu, en eins og staðan er í dag hefur Reykjanesbær ekki not fyrir húsnæðið eftir að starfsemin sem í því var fluttist í ráðhúsið að Grænásbraut 910.
Í fundargerð kemur fram að meta þurfi umsóknir með tilliti til þess hvaða starfsemi verður í húsinu en mikill áhugi er fyrir því að í húsinu verði starfsemi sem nýtist fyrir íbúa Reykjanesbæjar.