Brýnt að tryggja fjármagn í göngu- og hjólreiðastíg

Göngu og hjólatengingar til og frá nýrri verslunarmiðstöð Byko og Krónunnar voru ræddar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum, en nokkuð hefur verið rætt um slappar aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á þessu svæði á samfélagsmiðlum undanfarið.

Ráðsfólk var sammála um að tryggja þurfi fjármagn til að ljúka göngu- og hjólastíg til norðurs, teikna upp lausnir vegna tenginga til suðurs og við Ásahverfi. Fólk var einnig sammála um að lausnir þurfi leggja fyrir næsta fund umhverfis- og skipulagsráðs.