Tvö sjóvarnarverkefni á Suðurnesjum í útboð

Vegagerðin hefur boðið út tvö sjóvarnarverkefni á Suðurnesjum. Annarsvegar í Sandgerði og hinsvegar á Vatnsleysuströnd.
Á Vatnsleysuströnd felst verkið í byggingu sjóvarnar í Breiðagerðisvík og er heildarlengd sjóvarnar um 220 metrar. Því verki skal lokið í apríl á næsta ári.
Í Sandgerðishöfn verður unnið að hækkun og styrkingu á um 100 metra kafla á skjólgarði í Sandgerðishöfn og áætlar Vegagerðin að magn af grjóti og sprengdum kjarna sem þarf til verksins séu um 2.500 m³. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2026, samkvæmt útboðsgögnum.




















