Erfiðar aðstæður þegar eldur kom upp á iðnaðarsvæði

Eldsvoði á verkstæði á Ásbrú í gærmorgun var erfiður viðureignar, en mikill reykur og eldur komu upp úr þaki byggingar á svæðinu auk þess sem mikið magn tækja og varahluta voru geymd utandyra.

Fyrstu upplýsingar bentu til þess að þrír einstaklingar byggju í húsinu og var því lögð áhersla á að komast inn. Fljótlega kom þó í ljós að húsið var mannlaust, segir á Facebook-síðu Brunavarns Suðurnesja.

Inni var mikill eldsmatur og reyndist erfitt að komast að eldinum. Fenginn var krani frá Bílaflutningum Kristjáns til að rjúfa þakið og auðvelda aðgang að brunanum.

Þakplötum var ekið af vettvangi til að tryggja að þær fykju ekki inn á alþjóðaflugvöllinn. Alls tóku 13 starfsmenn frá BS þátt í aðgerðum sem stóðu fram til kl. 13:00. Að loknu slökkvistarfi tók svo við umfangsmikill frágangur á reykköfunartækjum og slöngum.

Meðfylgjandi myndir eru frá frá BS og sýna aðstæður á vettvangi.