Útlit fyrir vonskuveður

Útlit er fyrir vonskuveður um nær allt land á föstudag og í sumum landshlutum allt frá fimmtudagskvöldi eða til aðfaranætur laugardags.Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms og úrkomu.

Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum sem gætu fokið og hafa í huga að vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki, sérstaklega þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.