Alexander kemur í stað Helgu Jóhönnu

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Helga Jóhanna Oddsdóttir,, Sjálfstæðisflokki, hefur óskað eftir lausn frá setu í bæjarstjórn vegna anna í starfi, eins og greint var frá á dögunum og mun Alexander Ragnarsson taka sæti hennar.

Þar af leiðandi mun Alexander fara út sem varamaður og Eyjólfur Gíslason taka við.

Þá fer Helga út sem skrifari í bæjarstjórn og var Alexander tilnefndur í hennar stað. Ekki bárust aðrar tilnefningar og var hann því sjálfkjörinn.

Helga Jóhanna fer einnig út sem aðalmaður í menntaráði og kemur Ríkharður Ibsen inn sem aðalmaður.