Nýjast á Local Suðurnes

Zeto valið til þátttöku í Startup Energy Reykjavík – Þróa húðvörur úr þaraþykkni

Eydís Mary, stofnandi Zeto, hlustar af athygli á stofnanda Crowbar á vinnusmiðju Gulleggsins

Suðurnesjafyrirtækið Zeto hefur verið valið til þátttöku í þriðja hluta Startup Energy Reykjavík. Fyrirtækið hefur þróað lífrænar serumhúðvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni og stefnir á að koma vörunum á markað fljótlega.

Sjö sprotafyrirtæki voru valin til þátttöku í Starup Energy Reykjavík og hljóta þau um fimm milljónir króna í styrki frá Arionbanka, Landsvirkjun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þá hafa fyrirtækin möguleika á að fá frekari fjármögnun í framtíðinni.

Zeto lenti í þriðja sæti í frumkvöðlakeppninni Gulleginu,sem fram fór fyrr á þessu ári og sagði Eydís Mary Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins vörurnar hafa verið lengi í þróun.

“Þari er mikið rannsakaður og mikils metin í húðvörur vegna heilnæmis hans og mikils magns lífvirkra efna sem hafa sannaða virkni fyrir húðina. Vöruþróun og prófanir á húðvörum hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.” Sagði Eydís.