sudurnes.net
Yfirlýsing frá United Silicon: Fullyrðingar Stundarinnar tilhæfulausar með öllu - Local Sudurnes
Stjórnendur United Silicon í Helguvík segja í yfirlýsingu að myndband, sem birt sé á vefmiðlinum Stundinni og sýnir losun kísilryks út í andrúmsloftið, sé frá því í byrjun desember og sýni atvik sem varð þegar starfmenn frá erlendum framleiðanda búnaðar sem notaður er í kísilverinu voru að glíma við stíflað síló. Í yfirlýsingunni segir einnig að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki vitað atvikinu. Þá segir í yfirlýsingunni að fullyrðingar Stundarinnar um að undanfarið hafi „hættuleg eiturefni“ verið losuð út í andrúmsloftið úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar í skjóli nætur séu tilhæfulausar með öllu. Yfirlýsingin frá United Silicon í heild sinni: United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun á vefnum Stundin.is í morgun. Þar er birt myndband sem sagt er að sýni útblástur á kísilryki í verksmiðjunni í gær. Þetta er ekki rétt heldur er um að ræða gamalt myndband sem tekið var í byrjun desember á síðasta ári. Þetta atvik átti sér stað þegar starfsmenn framleiðenda erlends búnaðar voru að glíma við stíflað síló sem geymir kísilryk fyrir pökkun og sölu. Þá voru gerð þau mistök að nota blásara til að losa stífluna án þess að haft væri samband við stjórnendur United Silicon áður. Ekkert slíkt atvik átti sér stað í gær enda [...]