Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air flýgur til Cork – Keppa við Aer Lingus um farþega til Ameríku

WOW mun væntanlega bjóða til veislu þegar flugið til Cork fer af stað

Lággjaldaflugfélagið WOW-air mun hefja áætl­un­ar­flug til Cork á Írlandi næsta vor en í boði verða fjór­ar ferðir í viku, samkvæmt vef Túrista.

Á vef Túrista segir einnig að þar með hefji íslenska flugfélagið samkeppni við næst stærsta flugfélag Írlands, Aer Lingus um farþega sem vilja komast til Bandaríkjanna, en það Aer Lingus er stórtækt í Ameríkuflugi. Farþegar Aer Ling­us í Cork þurfa hins veg­ar að milli­lenda í Dublin ef þeir ætla að fljúga til Banda­ríkj­anna eða Kan­ada, en með til­komu WOW-air geta íbú­arn­ir hins veg­ar flogið vest­ur um haf með viðkomu hér á landi, kjósi þeir að gera svo.