Nýjast á Local Suðurnes

Vilja leggja Fríhöfnina niður og bjóða verslunarrýmið út

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu í Keflavík getur skilað hinu opinbera margþættum ávinningi í formi sparnaðar, fyrirsjáanleika og hraðari uppbyggingar. Þetta er mat Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands, en hann fjallaði um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli í kynningu á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í byrjun mánaðarins.

Í kynningu Hreggviðs sem hefur verið birt á vef Viðskiptaráðs er fjallað um kosti þess að einkavæða rekstur Fríhafnarinnar og tekur Hreggviður fram i kynningunni að þrátt fyrir mikla meðgjöf í formi aðstöðumunar, sem fellst meðal annars í því að fyrirtækið þurfi ekki að standa skil á opinberum gjöldum í sama mæli og önnur smásölufyrirtæki, sé arðsemi Fríhafnarinnar lág samanborið við smásala á Norðurlöndunum, en arðsemi fyrirtækisins er um helmingi lægri en arðsemi verslunarrisans Haga, sé miðað við EBIDA framlegð.

Hugmyndir Viðskiptaráðs eru því þær að opnað verði fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli, Fríhöfnin ehf. verði lögð niður, komufríhöfnin aflögð og verslunarrýmið boðið út.