Nýjast á Local Suðurnes

Vilja laða alþjóðleg fyrirtæki að Keflavíkurflugvelli

Fjármálaráðherra, fulltrúar Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um þróun og hönnun skipulags fyrir svæðið sem tengist Keflavíkurflugvelli. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, en Kadeco hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu frá því að bandaríski herinn fór.

Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki, en svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Undanfarin ár hefur verið unnið eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis og verður það gert áfram. Hugmyndafræðin gengur út á að borgir séu hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu.