sudurnes.net
Vilja gera grindvíska togara umhverfisvænni með nýrri tækni - Local Sudurnes
Sigurvegarar Hnakkaþons, þau Guðjón Smári Guðmundsson, Ingi Svavarsson, Hjálmar Óskarsson, Margrét Lilja Hjaltadóttir og Hrönn Vilhjálmsdóttir hafa sett fram hugmyndir um hvernig gera má sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík að grænna fyrirtæki á grundvelli Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál, þar sem teknar voru ákvarðanir um skref til lækkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Hnakkaþon er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarúrvegi sem gerir nemendum HR kleift að taka þátt í samkeppni um lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Verkefni fimmmenninganna snýr að því að Þorbjörn hf. geti aukið rafmagnsnotkun á línubátum félagsins og togara, bæði á veiðum og við bryggju með því að nota rafmagn úr landi í stað ljósavéla. Að mati hópsins mun kostnaður við verkefnið, þ.e.a.s að koma upp þar til gerðum búnaði um borð í togara greiðast upp á hálfu öðru ári. Ávinningurinn er því bæði á hinu umhverfislega sviði og hinu efnahagslega. Verðlaunin í Hnakkaþoni Há­skól­ans í Reykja­vík og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi eru ekki af verri endanum, en sigurvegararnir halda til Bost­on á stærstu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ingu heims í mars, í boði fyrrnefndra aðila. Meira frá SuðurnesjumSAS ætlar í harða samkeppni við Icelandair og WOW – Boða flug frá Keflavík til KaupmannahafnarFlug á milli Keflavíkur og Akureyrar: Sjö af hverjum tíu eru útlendingarZeto tekur þátt í Hello [...]