sudurnes.net
Vilja byggja 74 íbúðir við Hafnargötu 12 - Hvað finnst þér? - Local Sudurnes
Hrífufang ehf., eigandi húseignarinnar og lóðarinnar við Hafnargötu 12 hefur óskað eftir afstöðu Reykjanesbæjar til byggingar 74 íbúða í þriggja hæða fjölbýlishúsi með bílakjallara á lóðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir á fundi sínum í vikunni og veitti Hrífufangi heimild til að gera tillögu að breytingu á gildandi deiluskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar. Ráðið lagðist þó gegn því að byggingar á lóðinni verði hærri en þrjár hæðir. Málið hefur töluvert borið á góma á samfélagsmiðlunum og eru menn langt í frá sammála í afstöðu sinni um byggingu fasteignar af þessari stærðargráðu á svæðinu – En hvað finnst þér? Á að leyfa byggingu 74 íbúða við Hafnargötu 12 Já Nei View Results Loading … Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga – Samningar ekki tekist við ÍAVÓþekktu milljarðamæringarnir kaupa fasteignir á Ásbrú fyrir 5 milljarða krónaÓþekktu milljarðamæringarnir skoða fjárfestingamöguleika á ÁsbrúMargt sögulegt í ársreikningum ReykjanesbæjarMeðalaldur á Suðurnesjum er lægstur í samanburði við aðra landshlutaMóðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþrotiIsavia framkvæmir fyrir 12 milljarðaHagnaður Kadeco 134 milljónir á síðasta ári – 60% af húsnæði á Ásbrú seltIsavia ber að afhenda Kaffitári gögn